Í verkefninu Vísindavöku hanna nemendur samanburðartilraun og læra um breytur með því að skilgreina þær í athugunum sínum. Með því að safna gögnum og endurtaka tilraunir, þjálfast nemendur í mælingum og að greina upplýsingar. Þó að ferill verkefnisins sé lærdómsríkur, læra nemendur einnig mikið af því að standa fyrir framan aðra nemendur (helst yngri nemendur) á Vísindavökunni sjálfri. Nemendahóparnir hafa þá undirbúið stutta munnlega kynningu, sýna athugun sína á staðnum og svara spurningum áhorfenda.

Markmið verkefnis

  • Að nemendur æfi sig í að vinna eftir ferli vísinda (FV).
  • Að nemendur læri hugtakið „breyta“ og geti beitt því.
  • Að nemendur sýni sjálfstæð vinnubrögð.
  • Að nemendur geti útskýrt athugun á vísindalegan hátt fyrir öðrum.
  • Að nemendur þjálfist í að koma fram og kynna fyrir öðrum.