Mælt er með því að kennarar meti nemendur jafnt og þétt yfir vinnuna. Meta má hópastarf, einstaklingsvinnu og hæfni nemandans í verkefninu. Námsmatið á að vera leiðbeinandi og því mikilvægt að nemendur fái að sjá matskvarða áður en verkefnavinna hefst.

Vísindavaka er verkefni þess eðlis að endurtaka má það árlega, en þyngd verkefnisins ræðst af getu nemenda og er ætlast til þess að nemendur á efsta stigi vinni flóknari verkefni en þeir á sem ekki eru komnir jafn langt. Notkun sóknarkvarða er því heppileg leið til að sýna nemendum fram á hvar þeir standa, og hvaða skref skuli tekið næst. Með þessu móti fá nemendur endurgjöf um stöðu þeirra í náminu.

Mælt er með því að hver og einn skóli aðlagi sóknarkvarða Vísindavöku að sínum námsmatskvörðum en hér er dæmi um sóknarkvarða sem byggir á matskvarða náttúrugreina í aðalnámskrá, greinasvið frá 2013.

Námsmat

Sóknarkvarði 1

Sóknarkvarði 2

Word skjöl

Sóknarkvarði 1

Sóknarkvarði 2