Mikilvægt er að gæta fyllsta öryggis.

Nota þarf öryggisgleraugu ef unnið er með ertandi efni líkt og edik. Tilvalið er að eiga safn af flugeldagleraugum eða annarskonar öryggisgleraugum í skólanum sem hægt er að grípa til.

Ávallt skal loka íláti, eða brúsa eftir að efni hefur verið tekið úr. Með þessu móti er hægt að koma í veg fyrir að það hellist niður.

Nota skal hanska þegar unnið er með ertandi efni (meira ertandi en edik).

Nota skal hitaþolna hanska ef handleika á heita hluti.

Í sumum tilvikum þurfa nemendur að nota svuntu.

Kennari metur hjá hverjum og einum hópi hvort að nemendur hafi aðgang að efnum sem gætu verið varasöm.

Miðað er við að aðeins eldri nemendur meðhöndli eld.

Ef unnið er með eld, þarf að gæta þess að vera með eldþolið undirlag, svo sem steypta hellu eða eitthvað slíkt.

Gæta þarf þess að hafa slökkvitæki við höndina í verkefnavinnunni og á Vísindavökunni sjálfri.

Ef unnið er með varasöm efni, þarf að gæta þess að áhorfendur séu í nægilegri fjarlægð. Einnig mætti afhenda þeim öryggisgleraugu á meðan hættulegar tilraunir eru framkvæmdar. Að auki er hægt að tryggja örugga fjarlægð áhorfenda með því að líma línu með málningateipi á gólfið.

Ef unnið er með eld og varasöm efni þarf að gæta þess að loftgæði í stofunni séu góð. Ef vafi leikur á því þarf að framkvæma tilraunina utandyra.