Vísindavaka nær til eftirfarandi hæfniviðmiða úr aðalnámskrá greinarsvið frá 2013. Auk hæfniviðmiða má tengja ýmsa lykilhæfni við verkefnið.

Náttúrugreinar

Við lok 7.bekkjar getur nemandi:

  • unnið undir leiðsögn í hópi eftir verkskiptri tímaáætlun við að hanna umhverfi, hlut eða kerfi,
  • gert sér grein fyrir mikilvægi gagna og líkana við að útskýra hluti og fyrirbæri,
  • lesið og skrifað um hugtök í náttúruvísindum,
  • framkvæmt og útskýrt einfaldar athuganir úti og inni,
  •  aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr efni á öðru tungumáli en íslensku,
  • beitt vísindalegum vinnubrögðum við öflun einfaldra upplýsinga innan náttúruvísinda og útskýrt ferlið,
  •  kannað áreiðanleika heimilda með því að nota bækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur,
  • sett fram og rætt niðurstöður athugana á skýran og skipulegan hátt,
  • hlustað á, metið og rætt hugmyndir annarra.

Við lok 10.bekkjar getur nemandi:

  • tekið þátt í skipulagi og unnið eftir verk- og tímaáætlun hóps við að hanna umhverfi, hlut eða kerfi,
  • metið gildi þess að upplýsingum um vísinda- og tækniþróun sé miðlað á skýran hátt,
  • beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins,
  • framkvæmt og útskýrt sérhannaðar eða eigin athuganir úti og inni,
  • aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum málum,
  •  beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda,
  • kannað áreiðanleika heimilda með því að nota hand- og fræðibækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur,
  • gefið skýringar á og rökrætt valið efni úr athugunum og heimildum,
  • dregið ályktanir af gögnum og gefið ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn.

Íslenska

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

  • tjáð sig skýrt og áheyrilega og gert sér grein fyrir gildi góðrar framsagnar,
  • tjáð eigin skoðanir og tilfinningar og haldið athygli áheyrenda,
  • hlustað af athygli og beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það sem sagt er og greint frá aðalatriðum.

Við lok 10.bekkjar getur nemandi:

  • flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas,
  • gert sér grein fyrir eðli góðrar framsagnar og framburðar og nýtt leiðbeiningar um framsögn, svo sem um áherslu, tónfall, hrynjandi og fas og lagað það að viðtakanda,
  • hlustað, tekið eftir og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar.